

Sérfræðingur í áhættugreiningu – fjárhagsleg áhætta
Teya er ört vaxandi fjártæknifyrirtæki. Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur þessara fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því og viljum hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.
Starfið
Sem sérfræðingur í áhættugreiningu verður þú hluti af áhættustýringarteymi okkar með áherslu á varfærniskröfur og fjárhagslega áhættu. Starfstitill mun miðast við þann sem velst til vinnu með okkur en við erum að leita að reynslu og hæfileikabúnti. Í starfinu munt þú leiða umbætur í eftirliti með fjárhagslegri áhættu, fylgjast með mælikvörðum, greina gögn og undirbúa skýrslur fyrir nefndir og eftirlitsaðila, auk þess að veita áhættueigendum leiðsögn við stjórnun áhættu og vinna að stöðugum úrbótum.
- Góður grunnur í áhættustýringu innan banka/lánastofnana, með reynslu af skýrslugjöf til eftirlitsaðila (Seðlabanka Íslands).
-
Ítarleg þekking á íslensku og evrópsku regluverki um áhættustýringu og kröfum um hlítingu.
-
Reynslu af því að greina gögn og útbúa skýrar og hagnýtar skýrslur.
-
Færni í að greina og meta áhættu, áhættumildun og mæla með mörkum, reglum eða kerfum til að draga úr áhættu.
Þín helstu verkefni
-
Vera sérfræðingur í varfærniskröfum og fjárhagslegri áhættu fjármálafyrirtækis.
-
Fylgjast með og gagnrýna fjárhagslega áhættu, veita áhættu eigendum í fyrstu línu leiðsögn og styrkja eftirlitsaðgerðir.
-
Byggja upp, bæta og fylgjast með mælikvörðum, mælaborðum og áhættuvilja.
-
Greina fjárhagsgögn og undirbúa skýrar skýrslur fyrir innri og ytri hagsmunaaðila.
-
Styðja við áhættustjóra (CRO) og áhættuteymið með aðferðum og verkefnum til að lágmarka tap.
Hæfniskröfur:
-
Góður grunnur í stýringu fjárhagslegrar áhættu, innan banka eða lánastofnunar.
-
Þekking á íslenskum og evrópskum reglum.
-
Mikil ábyrgðartilfinning, seigla og drifkraftur til að hafa áhrif.
-
Nokkurra ára starfsreynsla, helst þar af nokkur ár í áhættustýringu innan annarrar línu.
Kostir:
-
Reynsla af daglegri áhættugreiningu og skýrslugerð fyrir hagsmunaaðila.
-
Góður grunnur í áhættustýringu hjá sambærilegum fyrirtækjum.
-
Sýnt fram á árangur í að taka ákvarðanir byggðar á gögnum.
-
Þekking á SQL, gagnavöruhúsum og eða áhættustýringartólum.
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að standast álag.
Fríðindi
-
Við treystum þér og bjóðum því upp á sveigjanlegan vinnutíma, svo lengi sem það hentar bæði þér og teyminu þínu.
-
Snarl á skrifstofunni á hverjum degi.
-
Vinalegt, þægilegt og óformlegt vinnuumhverfi.
-
Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF.
-
Árlegt heilsufarsviðtal
-
Þrír sálfræðitímar á ári hjá Auðnast
-
Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti










