Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsir nýja stöðu skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins til umsóknar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn.

Raforkueftirlitið starfar samkvæmt lögum um Umhverfis- og orkustofnun, nr. 110/2024. Raforkueftirlitið er sjálfstæð eining innan Umhverfis- og orkustofnunar sem rekin er fjárhagslega aðgreind frá annarri starfsemi stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skrifstofustjóri ber faglega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri Raforkueftirlitsins. Hlutverk Raforkueftirlitsins er að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og umsagnar um raforkumál ásamt því að annast önnur verkefni sem Raforkueftirlitinu eru falin samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.

Raforkueftirlitið sinnir raforkueftirliti samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 og reglugerðum settum á grundvelli þeirra, þ.á m. yfirferð og samþykkt kerfisáætlunar Landsnets, setningu tekjumarka fyrir Landsnet og dreifiveitur ásamt eftirliti með aðilum á raforkumarkaði.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi. 
  • Fagleg reynsla og þekking á raforkumálum. 
  • Þekking á lögum og reglum í tengslum við raforkumál, þ.m.t. reglum sem leiða af skuldbindingum EES-samningsins. 
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. 
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar. 
  • Mjög gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli og ensku í ræðu og riti. 
  • Skipulagshæfni, öguð, skilvirk og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Mjög góð greiningarhæfni, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun. 

     

Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar