
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Félagsmálastjóri
Borgarbyggð óskar eftir öflugum aðila í starf félagsmálastjóra hjá sveitarfélaginu.
Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í félagsþjónustu á svæðinu. Undir þjónustuna fellur barnavernd, félagsþjónusta, jafnréttis- og öldrunarmál auk málefna fatlaðra. Borgarbyggð er einnig að taka að sér hlutverk sem leiðandi sveitarfélag fyrir barnaverndarþjónustu Vesturlands og fellur það einnig undir verksvið félagsmálasjtóra Borgarbyggðar.
Félagsmálastjóri heyrir undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg forysta í málefnum félagsþjónustu, gæðamál og þróun þjónustunnar.
- Ábyrgð á stjórnun og rekstri félagsþjónustunnar.
- Ábyrgð og stjórnun á Barnaverndarþjónustu Vesturlands.
- Áætlanagerð og eftirfylgni.
- Stefnumótun og samningagerð.
- Teymisvinna með öðrum sérfræðingum á fjölskyldusviði.
- Undirbúningur og eftirfylgni funda fagráða og nefnda á sviðinu.
- Upplýsingagjöf og samskipti við notendur, ráðuneyti og hagaðila.
- Félagsmálastjóri er staðgengill sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði.
- Þekking og víðtæk reynsla af opinberi stjórnsýslu, félagsráðgjöf, barnavernd og málefnum fatlaðra er skilyrði.
- Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi er skilyrði.
- Reynsla af samstarfi sveitarfélaga í barnaverndarþjónustu er æskileg.
- Afburðar færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika.
- Mikil krafa á sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulund.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Reynsla af notkun kerfanna One Systems og Navision er kostur.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
- sveigjanlegur vinnutími.
- Heilsustyrkur til starfsmanna.
- Handleiðsla
Auglýsing birt8. júlí 2025
Umsóknarfrestur22. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (7)

Ráðgjafi í barnavernd
Sveitarfélagið Árborg

Ráðgjafi í barnavernd
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar

Fræðslu- og lýðheilsusvið: Ráðgjafi í skólaþjónustu
Akureyri

Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Fjölskyldusvið

Forstöðumaður íbúðakjarna í Kópavogi
Kópavogsbær

Félagsráðgjafi í barnavernd – Hveragerðisbær leitar að öflugum liðsmanni
Hveragerðisbær

Félagsráðgjafi í almennri félagsþjónustu – Vertu hluti af öflugu velferðarteymi Hveragerðisbæja
Hveragerðisbær