Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Félagsmálastjóri

Borgarbyggð óskar eftir öflugum aðila í starf félagsmálastjóra hjá sveitarfélaginu.

Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun í félagsþjónustu á svæðinu. Undir þjónustuna fellur barnavernd, félagsþjónusta, jafnréttis- og öldrunarmál auk málefna fatlaðra. Borgarbyggð er einnig að taka að sér hlutverk sem leiðandi sveitarfélag fyrir barnaverndarþjónustu Vesturlands og fellur það einnig undir verksvið félagsmálasjtóra Borgarbyggðar.

Félagsmálastjóri heyrir undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg forysta í málefnum félagsþjónustu, gæðamál og þróun þjónustunnar.
  • Ábyrgð á stjórnun og rekstri félagsþjónustunnar.
  • Ábyrgð og stjórnun á Barnaverndarþjónustu Vesturlands.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni.
  • Stefnumótun og samningagerð.
  • Teymisvinna með öðrum sérfræðingum á fjölskyldusviði.
  • Undirbúningur og eftirfylgni funda fagráða og nefnda á sviðinu.
  • Upplýsingagjöf og samskipti við notendur, ráðuneyti og hagaðila.
  • Félagsmálastjóri er staðgengill sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði. 
  • Þekking og víðtæk reynsla af opinberi stjórnsýslu, félagsráðgjöf, barnavernd og málefnum fatlaðra er skilyrði. 
  • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi er skilyrði.
  • Reynsla af samstarfi sveitarfélaga í barnaverndarþjónustu er æskileg. 
  • Afburðar færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. 
  • Mikil krafa á sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulund. 
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. 
  • Reynsla af notkun kerfanna One Systems og Navision er kostur.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. 
Fríðindi í starfi
  • sveigjanlegur vinnutími.
  • Heilsustyrkur til starfsmanna.
  • Handleiðsla
Auglýsing birt8. júlí 2025
Umsóknarfrestur22. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar