BIOEFFECT ehf.
BIOEFFECT ehf.
BIOEFFECT ehf.

Ertu sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu?

BIOEFFECT leitar að reynslumiklum sérfræðingi í stafrænni markaðssetningu til að starfa í vefdeild markaðssviðs félagsins.

BIOEFFECT rekur fjórar vefsíður (Ísland, UK, USA og EU) og styður jafnframt við vefsölu söluaðila um allan heim. Markaðssetning á netinu er mjög stór þáttur í starfsemi BIOEFFECT, og því er starfið krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, og við leggjum áherslu á að búa til öflugar auglýsingar sem ná til rétta markhópsins, auka heimsóknir á vefsíður okkar og stuðla að auknum söluárangri. Við vinnum eftir skýrum markmiðum, greinum árangur og nýtum niðurstöður til að bæta og þróa aðferðir okkar. Teymið er lítið en sterkt og byggir á náinni samvinnu milli sölu- og markaðssviðs.

BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur sem byggja á íslensku hugviti, vísindum og virkni. Sérstaða vörulínunnar er virka innihaldsefnið, BIOEFFECT EGF, sem framleitt er með aðferðum plöntu-líftækni í gróðurhúsi ORF Líftækni á Íslandi. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og því gegnir íslenska vatnið einnig lykilhlutverki í hreinleika varanna. BIOEFFECT húðvörurnar eru seldar um allan heim, í 21 landi og hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir gæði og virkni. Alls starfa um 55 starfsmenn hjá félaginu, flestir á Íslandi en BIOEFFECT er einnig með starfsstöðvar í London og New York.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í hugmyndavinnu, efnisinnsetning og uppsetning herferða á vef
  • Þátttaka í útfærslu markaðsherferða á netinu, ásamt umsjón með birtingaráætlunum
  • Samskipti við stafrænar stofur í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Íslandi
  • Umsjón með mælikvörðum og árangursmælingum stafrænna auglýsinga
  • Greining markaðsupplýsinga og mat á árangri herferða
  • Gerð árangursskýrslna og endurgjöf til teymis
  • Þátttaka í þróun, viðhaldi og endurbótum á vefverslunum
  • Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu
  • Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Reynsla af greiningu og framsetningu gagna
  • Reynsla af Facebook Business Manager og Google Ads
  • Góð þekking á Google Analytics
  • Þekking á Shopify er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góð samstarfshæfni
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Góður starfsandi og líflegt starfsumhverfi
  • Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AdWordsPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GooglePathCreated with Sketch.Google AnalyticsPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar