Kultur menn
Kultur menn
Kultur menn

Ert þú næsti verslunarstjóri Kultur menn í Kringlunni?

NTC óskar eftir að ráða verslunarstjóra Kultur menn í Kringlunni. Fullt starf.

Kultur menn er glæsileg fata- og lífstílsverslun fyrir herra á öllum aldri ásamt golfdeild fyrir herra og dömur. Verslunin er staðsett bæði í Kringlunni og Smáralindinni.

Við leitum að öflugri og drífandi sölumanneskju sem hefur áhuga á að starfa í metnaðarfullu starfsumhverfi. Reynsla af sölu- og verslunarstjórastörfum er góður kostur.

Viðkomandi þarf að vera með ríka þjónustulund, eiga gott með mannleg samskipti, snyrtilegur og skipulagður ásamt því að vera með jákvætt viðmótt og áhuga á tísku.

Kultur menn er hluti af NTC en fyrirtækið er lifandi og fjölbreytt sem hefur í yfir 45 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sölumennska og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
  • Vöruinnkaup í samráði við rekstrarstjóra
  • Hafa verslunina snyrtilega uppsetta og ná settum sölumarkmiðum
  • Gerð vaktaplana og almennt starfsmannahald s.s. ráðningar, þjálfun og fleira
  • Taka upp vörur og önnur almenn verslunarstörf
  • Samfélagsmiðlar Kultur menn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölustörfum eða menntun sem nýtist í starfi er góður kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum og vinna vel í teymi
  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Áhugi og ástríða fyrir tísku og öllu sem við henni kemur er góður kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð samfélagsmiðlakunnátta er góður kostur
Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar