

Ert þú lögfræðingur sem vilt efla gæði félagsþjónustu?
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) leitar að öflugum lögfræðingi til starfa hjá stofnuninni. Um er að ræða krefjandi og spennandi stöðu sem heyrir undir fagteymi félagsþjónustu.
Gæða- og eftirlitsstofnun hefur samkvæmt lögum nr. 88/2021 eftirlit með gæðum þjónustu sem veitt er m.a. á grundvelli ýmissa laga um velferðarþjónustu. Hlutverk fagteymis félagsþjónustu er að hafa eftirlit með þjónustu sem veitt er á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um Sjónstöðina og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar. Verkefnin felast meðal annars í úrvinnslu kvartana og ábendinga, rannsóknum á alvarlegum atvikum, frumkvæðiseftirliti, úrvinnslu rekstrarleyfisumsókna og úttektum fyrir ráðherra. Önnur verkefni GEV eru að þróa gæðaviðmið á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði stofnunarinnar og safna upplýsingum, halda skrár og vinna úr upplýsingum frá þeim sem lúta eftirliti stofnunarinnar.
Hjá GEV starfar metnaðarfullur og lífsglaður hópur sérfræðinga sem hefur ástríðu fyrir málaflokknum.
Leitað er að öguðum og jákvæðum einstaklingi sem er góður liðsmaður og býr yfir þekkingu á sviði félagsþjónustu og opinberrar stjórnsýslu.
- Dagleg vinnsla eftirlitsverkefna er heyra undir fagteymi félagsþjónustu.
- Ráðgjöf og þátttaka í úrvinnslu umsókna um rekstrarleyfi.
- Lögfræðileg ráðgjöf innan teymis stofnunarinnar.
- Þátttaka í mótun ferla, verklags og viðmiða fyrir verkefni teymisins.
- Þátttaka í öðrum verkefnum er heyra undir starfsemi GEV.
- Þátttaka í umsögnum um lagabreytingar og útfærslu reglugerða.
- Samskipti við notendur þjónustu, opinberar stofnanir og samstarfsaðila.
- Samvinna og þátttaka í verkefnum þvert á teymi stofnunarinnar.
- Meistarapróf í lögfræði er skilyrði.
- Þekking og reynsla af velferðarmálum, svo sem á sviði félagsþjónustu og málefna fatlaðs fólks og eldra fólks er mikill kostur.
- Þekking og reynsla á sviði stjórnsýslu er mikill kostur.
- Góð greiningarhæfni og færni í framsetningu niðurstaðna.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og samstarfshæfni.
- Sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
- Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti.










