Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Varaformaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsir lausa stöðu varaformanns hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Varaformaður skal uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara, vera staðgengill forstöðumanns nefndarinnar og hafa starfið að aðalstarfi. Skipað er í embættið til fimm ára.

Úrskurðarnefndin starfar samkvæmt lögum nr. 130/2011 og er nefndin sjálfstæð í störfum sínum. Að undanskildum formanni og varaformanni nefndarinnar sitja sjö manns í nefndinni, skipuð til fjögurra ára í senn, samkvæmt tilnefningum frá Hæstarétti Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Úrskurða í kærumálum samkvæmt mannvirkjalögum og skipulagslögum.

  • Úrskurða í kærumálum samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

  • Úrskurða í kærumálum samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Úrskurða í kærumálum samkvæmt öðrum lögum, þ.m.t. lögum um fiskeldi, raforkulögum, lögum um meðhöndlun úrgangs, lögum um byggingarvörur og lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættispróf eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
  • Þekking á lögum á málefnasviði úrskurðarnefndarinnar.
  • Víðtæk þekking og reynsla af stjórnsýslurétti.
  • Reynsla af úrskurðarstörfum er kostur.
  • Mjög gott vald á íslensku, einu norðurlandamáli og ensku í ræðu og riti.
  • Skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Mjög góð greiningarhæfni, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun.
  • Til frekari hæfisskilyrða vísast til 2. gr.laga nr. 130/2011.
Nánari upplýsingar veitir

Arnór Snæbjörnsson, forstöðumaður, [email protected]

Stefán Guðmundsson, ráðuneytisstjóri, [email protected]

Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Lögmaður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar