
Iðan fræðslusetur
Iðan er fræðslusetur í iðnaði og sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum. Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun en markmið Iðunnar er að stuðla að framúrskarandi færni, framþróun og nýsköpun meðal starfsfólks í iðngreinum.
Deildarstjóri Þróunar þekkingar
Vilt þú hafa áhrif á fræðslu í iðngreinum og vera hluti af framsýnu fræðslusamfélagi?
Iðan fræðslusetur leitar að drífandi og framsýnum stjórnanda til að leiða deildina Þróun þekkingar. Hafir þú brennandi áhuga á fræðslumálum gæti þetta verið starf fyrir þig.
Deildarstjóri leiðir teymi leiðtoga Iðunnar, sem þróa fræðslu fyrir þær iðngreinar sem Iðan þjónustar og vinna að alþjóðaverkefnum. Deildarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Iðunnar og situr í framkvæmdastjórn félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og innleiða stefnu í fræðslumálum og tryggja framúrskarandi gæði fræðslu
- Leiða þróun og nýsköpun í fræðsluframboði, þ.á.m. stafræna fræðslu, tækni í iðnaði, inngildingu og önnur vaxtartækifæri
- Stjórna og styðja teymi sérfræðinga í iðngreinum og alþjóðaverkefnum
- Gerð og eftirfylgni með framkvæmda- og rekstraráætlunum deildarinnar
- Vinna náið með markaðs- og söludeild við miðlun upplýsinga til markhópa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á kennslufræði og reynsla af fræðslustarfi
- Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Þekking á iðngreinum er kostur
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli

Aðjúnkt í skapandi sjálfbærni
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Deildarstjóri
Leikskólinn Heiðarborg

Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Leikskólinn Sjáland

Sérkennsla í Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Háskólakennari á sviði rytmískrar tónlistar við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Leikskólakennari óskast á Fífusali
Fífusalir

Drafnarsteinn auglýsir eftir deildarstjóra
Leikskólinn Drafnarsteinn

Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta

Kennari á yngra stig í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir