

Drafnarsteinn auglýsir eftir deildarstjóra
Drafnarsteinn, sem er sex deilda skóli með 107 börnum, auglýsir eftir deildarstjóra. Skólinn á tveim starfsstöðvum, við Seljavegi 12 og Drafnarstíg 4, vestast í vesturbæ Reykjavíkur.
Í starfi leikskólans leggjum við áherslu á að byggja upp frjótt og skapandi umhverfi þar sem börn fái notið sín og þau hafi möguleika á að læra af eigin reynslu og umhverfi þar sem áhugi þeirra og athafnaþörf eru virkjuð. Við styðjumst við verkefnið 'Ótrúleg eru ævintýrin' eftir Sigríði J. Þórisdóttur en það er byggt á hugmyndafræði McCracken um 'heildstætt nám'. Þessi hugmyndafræði er nýtt sem grundvöllur í öllu okkar náms- og starfsumhverfi. Einnig er umhverfisvernd í hávegum höfð í skólanum og erum við í samvinnu við Landverd og erum Grænfánaskóli. Við skólann er stórt gróðurhús.
Gildi Drafnarsteins eru samskipti, vinátta og virðing
Stefna leikskólans er að starfsfólk blómstri í leik og starfi, fái tækifæri á að þroska og dýpka fagmennsku sína og njóta sín í starfi.
Mikil fjölmenning er í skólanum og við fögnum henni. Við stefnum á Regnbogafánann og erum að vinna með heilbrigðisþátt menntastefnu Reykjavíkurborgar.
- Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
- Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
- Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
- Sér um foreldrasamstarf á deildinni
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
- Leyfisbréf kennara
- Reynsla af starfi á leikskólastigi
- Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta B2 samkvæmt matskvarða um tungumálaviðmið
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur
Um er að ræða 100% starfshlutfall og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.












