
Egilsstaðaskóli
Í Egilsstaðaskóla eru um 400 nemendur og um 100 starfsmenn. Grunngildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru einstaklingsmiðað nám, teymiskennsla og þverfaglegt samstarf.

Deildarstjóri stoðþjónustu
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi í Egilsstaðaskóla og þróa það með okkur?
Deildarstjóri stoðþjónustu annast skipulagningu sérkennslu og stoðþjónustu í samráði við stjórnendateymi skólans og er næstu yfirmaður sérkennara, iðju- og þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa. Næsti yfirmaður er skólastjóri Egilsstaðaskóla.
Um er að ræða 100% starf og ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu sérkennslu og stoðþjónustu skólans.
- Skipuleggur og hefur umsjón með námsaðstoð, stuðnings- og sérkennslu.
- Annast úrvinnslu og túlkun greiningargagna og beiðna um aukna námsaðstoð og þjónustu við nemendur.
- Ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa í samvinnu við kennara, þroska- og iðjuþjálfa.
- Aðstoða kennara við gerð einstaklingsmarkmiða í námi.
- Vinnur með stjórnendateymi skólans við að skipuleggja störf sérkennara, stuðningsfulltrúa og þroska- og iðjuþjálfa.
- Er tengiliður við umsjónarkennara og foreldra nemenda sem njóta sérstaks námsstuðnings.
- Annast áætlana- og skýrslugerð vegna sér- og stuðningskennslu.
- Situr og stýrir nemendaverndarráðsfundum og lausnarteymisfundum.
- Heldur utan um, skipuleggur og tekur þátt í að leggja fyrir skimanir í samstarfi við Skólaþjónustu Múlaþings.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf grunnskólakennara er skilyrði.
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sérkennslu æskileg og reynsla af sambærilegu starfi kostur.
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi.
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður.
- Áhugi á starfsþróun og nýjum, fjölbreyttum áherslum í skólastarfi.
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki.
Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Heilsuleikskólinn Suðurvellir auglýsir eftir kennurum
Sveitarfélagið Vogar

Deildarstjóri óskast í Læk
Lækur

Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starf
Garðabær

Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla
Garðabær

Deildarstjóri innkaupadeildar
Landspítali

Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar augnsjúkdóma
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á lyflækningadeild
Landspítali

Leikskólinn Naustatjörn: Deildarstjóri
Akureyri

Leikskólakennari/leiðbeinandi á yngstu deild
Urriðaból Garðabæ

Sumarstarf í leikskólanum Sólhvörfum
Sumarstörf - Kópavogsbær

Deildarstjóri eldri deildar
Stekkjaskóli

Deildarstjóri í Brákarborg
Leikskólinn Brákarborg