Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli

Deildarstjóri í Hörðuvallaskóla

Tveir deildarstjórar óskast í Hörðuvallaskóla frá og með næsta skólaári.

Deildarstjóri yngsta stigs og deildarstjóri miðstigs.

Í Hörðuvallaskóla eru um 550 nemendur í 1.- 7. árgangi og um 100 starfsmenn. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf undir einkunnarorðunum það er gaman í skólanum og er uppeldisstefnan Uppeldi til ábyrgðar lögð til grundvallar í skólastarfinu.

Í Hörðuvallaskóla er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur og kennarar skólans með spjaldtölvur. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, teymiskennslu, leiðsagnarnám og unnið er eftir samþættu verkefnamiðuðu þemanámi á miðstigi skólans og byrjendalæsi á yngsta stigi.

Í skólanum er rekin frístund, Hörðuheimar, fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Upplýsingar um skólastarfið í Hörðuvallaskóla, stefnu hans og helstu áherslur er að finna á heimasíðu skólans, www.horduvallaskoli.is .

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Faglegur leiðtogi innan skóla í að stuðla að framþróun og nýbreytni í kennsluháttum og kennsluaðferðum s.s. verkefnamiðuðu samþættu þemanámi, byrjendalæsi, leiðsagnarnámi, teymiskennslu, námsmati og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
  • Fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.
  • Stýrir daglegu starfi á yngsta- eða miðstigi skólans ásamt starfsmannahaldi þar eins og við á.
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi og kennslureynsla í grunnskóla skilyrði.
  • Reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg.
  • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi kostur.
  • Þekking og reynsla af uppeldi til ábyrgðar, byrjendalæsi, teymiskennslu, leiðsagnarnámi og samþættu verkefnamiðuðu þemanámi þar sem unnið er með viðmið um árangur.
  • Stundvísi, áreiðanleiki og þolinmæði.
  • Metnaður í starfi, sjálfstæði, drifkraftur og áhugi fyrir skólaþróun.
  • Mjög góð hæfni í íslensku bæði í töluðu máli og rituðu.
  • Mjög góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í skólastarfi.
  • Leiðtogahæfileikar, framúrskarandi samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing stofnuð26. apríl 2024
Umsóknarfrestur10. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Baugakór 38, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar