Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli

Kennari í sviðslistum

Við í Hörðuvallaskóla leitum að skapandi, faglegum og áhugasömum kennara til að kenna sviðslistir.

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum ,,það er gaman í skólanum". Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi og er uppeldisstefnan Uppeldi til ábyrgðar lögð til grundvallar í skólastarfinu. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti.

Lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf. Í Hörðuvallaskóla eru allir kennarar og nemendur frá 5. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.

Upplýsingar um skólastarfið í Hörðuvallaskóla, stefnu hans og helstu áherslur er að finna á heimasíðu skólans www.horduvallaskoli.is

Hörðuvallaskóli er fyrir nemendur 1.-7. bekkjar en í skólanum eru einnig kenndar list- og verkgreinar fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Kóraskóla. Auglýst er eftir kennara til að kenna sviðslistir í 6.-10. bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í sviðslistum á mið- og elsta stigi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem kennari
  • Reynsla og þekking á kennslu í sviðslistum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
  • Þolinmæði og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framsækni í kennsluháttum
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Baugakór 38, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DansPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.LeiklistPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar