
Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta var stofnað árið 1986 og hefur verið í rekstri allar götur síðan. Félagið rekur fjórtán breiðþotur af gerðinni Boeing 747-400. Höfuðstöðvar félagsins eru staðsettar á Íslandi en flugrekstur á sér stað víða um heiminn.
Félagið sérhæfir sig í leigu á flugvélum ásamt áhöfnum til annara flugfélaga og gætir þess að flugleiðir viðskiptavina okkar séu starfræktar á öruggan og hagkvæman hátt.

Crew Scheduling
Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í áhafnadeild félagsins. Deildin annast skipulagningu mannafla, útgáfu vinnuskráa og samskipti við áhafnir.
Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem sterkir skipulagshæfileikar og nákvæmni eru lykilatriði.
Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæð vinnubrögð en eiga jafnframt auðvelt með að vinna í teymi.
Um er að ræða starf í dagvinnu og/eða á 12 tíma vöktum á vaktafyrirkomulagi 2-2-3.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast mönnun áhafna á flugvélum félagsins
- Umsjón með útgáfu vinnuskráa áhafna
- Sjá til þess að vinnuskrár séu í samræmi við lög, reglur og kjarasamninga
- Skipulagning þjálfunar áhafna félagsins
- Gæta þess að flugáhafnir hafi tilskilin réttindi í gildi hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Mjög gott vald á ensku (annað tungumál er kostur)
- Góð Excel kunnátta og skipulagsfærni
- Reynsla úr flugheimi er kostur
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf 2026
EFLA hf

Training and Operational Oversight Specialist
Icelandair

Embassy of Japan in Iceland - Butler & Driver
Embassy of Japan in Iceland

Bókari
Fagurverk

Ferðaskipuleggjandi
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - GJ Travel

Tryggingaráðgjafi
Landsbankinn

Skrifstofustjóri/-stýra – 50% starf
HandPicked Iceland

Ferðaráðgjafi hópadeild
Kilroy

Markaðssérfræðingur
Kilroy

Aðstoðarmaður söludeildar
Hitatækni ehf

Hagfræðingur á málefnasviði
Viðskiptaráð

Planner / Buyer
Teledyne Gavia ehf.