Sódavatn
Sódavatn
Sódavatn

Bílstjóri í fullu starfi

Sódavatn og Blómstra leita að skemmtilegum bílstjóra í fullt starf. Vörumerkin eru rekin undir sama hatti og nýta krafta sama duglega starfsfólksins. Blómstra sendir blómvendi og plöntur til hundruða áskriftarvina og Sódavatn færir viðskiptavinum sínum áfyllingar í kolsýrutæki sín. Þú getur skoðað fyrirtækin betur á www.blomstra.is og www.sodavatn.is. Einnig keyrum við út áskriftarvörur fyrir fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á afhendingar heim að dyrum.

Bílstjórar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í rekstri fyrirtæksins og eru andlit þess út á við. Fyrirtækin eru í örum vexti og við leitum því að jákvæðum og þjónustulunduðum starfskrafti sem er til í að vaxa og dafna í starfi. Við hlökkum til að heyra frá þér og fá þig í hressan hóp núverandi starfsmanna okkar.

Vinnutími:

Mánudagar: 10 - 18
Þriðjudagar: 10 - 18
Miðvikudagar: 10 - 18
Fimmtudagar: 13 - 21
Föstudagar: 13 - 21

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt ökuskírteini
Auglýsing birt11. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar