Kvika banki hf.
Kvika er öflugur banki sem leggur mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró, Straumur og Aur.
Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk.
Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.
Bakendaforritari
Við leitum að bakendaforritara í banka- og verðbréfahóp á upplýsingatæknisviði bankans. Hópurinn ber ábyrgð á viðhaldi og þróun á helstu kerfum bankans ásamt ýmsum sérlausnum eins og t.d. Auði, Kviku appinu og Lykli. Starfið felur í sér forritun tengdum almennum bankaviðskiptum eins og bankareikningum, greiðslum, útlánum, verðbréfum og fleira.
Ef þú hefur metnað til að takast á við krefjandi verkefni, hefur áhuga á fjármálastarfsemi og sækist í að kynnast flóknu tækniumhverfi, ásamt því að hafa drifkraft til að þróa öflugustu fjártæknilausnir landsins gætum við verið að leita að þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og þróun á hugbúnaðarlausnum bankans
- Þáttaka í umbóta- og samþættingarverkefnum
- Þáttaka í vöruþróun
- Greining og hönnun hugbúnaðarlausna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði
- Meira en 3 ára starfsreynsla í hugbúnaðarþróun
- Reynsla af SQL
- Reynsla af C# eða Python kostur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi
Tæknistakkur:
Framendi: Typescript, React, React Native, NextJS, Expo, Vercel
Bakendi: .NET, Python, SQL, Docker, CI/CD ferlar, AWS
Auglýsing birt24. október 2024
Umsóknarfrestur7. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
.NETAWSBakendaforritunC#DockerPythonSQL
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Senior Full-stack Developer with front-end focus
Klappir grænar lausnir hf.
IT Operations Coordinator
PLAY
Linux kerfisstjórn og forritun
1984 ehf
Kerfisstjóri/sérfræðingur upplýsingatæknikerfa
Landhelgisgæsla Íslands
WordPress sérfræðingur
TACTICA
Forritari / Programmer
Careflux ehf.
Leiðtogi í rekstri upplýsingatækni og þjónustu
Landsnet hf.
Netsérfræðingur
Míla hf
Sérfræðingur í Azure skýjalausnum
Reiknistofa bankanna
Laus staða sérfræðings í Tölvurannsóknardeild
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Við leitum að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi
Síminn Pay
Cardgames.io leitar að forritara
Rauðás Games ehf.