Síminn Pay
Síminn Pay er fjártæknifyrirtæki í eigu Símans þar sem hefur það að markmiði að þróa nýstárlegar fjártæknilausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Síminn Pay gefur út greiðslukort, Léttkort, í samstarfi við Mastercard og varð þá fyrsta íslenska fyrirtækið utan bankastofnanna til að gefa út kort.
Síminn Pay er traust og framsækið fyrirtæki sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar. Við bjóðum uppá aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki.
Við leitum að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi
Síminn Pay leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í krefjandi en jafnframt spennandi verkefnum við hönnun og þróun á fjártæknilausnum sem miða að því að breyta núverandi fjármálalandslagi með nýstárlegri nálgun. Viðkomandi aðili yrði hluti af litlu en öflugu teymi þar sem reynir mikið á sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðaða hugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og þróun fjártæknilausna
- Greining á þörfun notenda og útfærsla nýrra eiginleika
- Vinna í samstarfi við teymisfélaga til að tryggja hámarks virkni
- Tryggja gæði og öryggi lausna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu er skilyrði
- Þekking og reynsla af React / React Native
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun
- Færni í samskiptum og gott viðmót
- Jákvæðni og drifkraftur
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt22. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiReactReact NativeSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Senior Full-stack Developer with front-end focus
Klappir grænar lausnir hf.
IT Operations Coordinator
PLAY
Linux kerfisstjórn og forritun
1984 ehf
Kerfisstjóri/sérfræðingur upplýsingatæknikerfa
Landhelgisgæsla Íslands
WordPress sérfræðingur
TACTICA
Forritari / Programmer
Careflux ehf.
Leiðtogi í rekstri upplýsingatækni og þjónustu
Landsnet hf.
Netsérfræðingur
Míla hf
Sérfræðingur í Azure skýjalausnum
Reiknistofa bankanna
Laus staða sérfræðings í Tölvurannsóknardeild
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Cardgames.io leitar að forritara
Rauðás Games ehf.
Vöru- og verkefnastjóri í heilbrigðistækni á þróunarsviði
Landspítali