Arion banki
Arion banki
Arion banki

Data Quality Engineer

Vegna aukinnar áherslu á gögn og gervigreind leitar Arion að öflugum aðila í starf sérfræðings í gagnagæðum (Data Quality Engineer) á upplýsingatæknisviði. Starfið felur meðal annars í sér að þróa próf, vinnureglur og staðla varðandi gæði og réttleika gagna, ásamt því að hafa eftirlit með mælikvörðum og greina frávik í gæðum gagna. Sérfræðingur í gagnagæðum starfar innan faghóps prófara undir stjórn tæknilegs leiðtoga prófara.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í hönnun og þróun sjálfvirkra prófa og gagnagæðaeftirlits 
  • Ábyrgð á umfangi og framkvæmd gagnaprófana. 
  • Gagnagreining og eftirlit með gagnagæðum í innleiðingu 
  • Greining á villum og eftirfylgni á úrlausnum þeirra.  
  • Samstarf við aðra gagnasérfræðinga, verkefnastjóra og notendur kerfa.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, stærðfræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun.  
  • Greiningarhæfni og hæfni til að greina frávik í mynstrum og í reglum 
  • Reynsla í að meta réttleika og áreiðanleika gagna 
  • Reynsla af þróun og/eða prófun hugbúnaðar er kostur.   
  • Reynsla í sjálfvirkum prófunum er æskileg. 
  • Þekking á gagnagrunnum og fyrirspurnatólum æskileg  
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.  
  • Góðir samskiptahæfileikar og áhugi á teymisvinnu. 
Auglýsing birt25. október 2024
Umsóknarfrestur4. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Hugbúnaðarprófanir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar