Eimskip
Eimskip
Eimskip

Akstursstjóri hjá Eimskip á Akureyri

Eimskip leitar að þjónustuliprum og drífandi leiðtoga í framtíðarstarf akstursstjóra á Akureyri. Helstu verkefni eru akstursstýring, ábyrgð á daglegri starfsemi og mönnun akstursdeildar, skráning aksturs og þjónusta við viðskiptavini.

Reglubundinn vinnutími er frá kl. 08:00-17:00 alla virka daga. Æskilegt er að viðkomandi sé reiðubúinn að vinna yfirvinnu ef þörf krefur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Akstursstýring á flutningum Eimskips á Norðurlandi
  •  Þjónusta og samskipti við viðskiptavini og verktaka
  •  Ábyrgð á daglegri starfsemi akstursdeildar og starfsmannamálum
  •  Starfsemi á útisvæði
  •  Viðhald og rekstur tækja
  •  Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð, hröð og nákvæm vinnubrögð
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Talnagleggni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
  • Öflugt Starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur12. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar