Aðstoðarmanneskja / Dýrahjúkrunarfræðingur
Aðstoðarmanneskja/dýrahjúkrunarfræðingur óskast
Animalía verður fyrsta sólarhringsopna gæludýrasjúkrahús á Íslandi.
Stefnt er á opnun þann 1.mars 2025, en fram að því störfum við undir nafninu Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti.
Animalía mun veita neyðarþjónustu við gæludýr allan sólarhringinn, sinna öllum tegundum innlagnarsjúklinga og einnig verða framkvæmdar bráðaaðgerðir.
Við óskum eftir áhugasamri og metnaðarfullri aðstoðarmanneskju eða dýrahjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við teymið okkar.
Animalía leggur mikla áherslu á fagmennsku, jákvæðan vinnuanda og sterkt teymisstarf.
Animalía býður fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu og stuðningsríku vinnuumhverfi. Við leitum að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á velferð dýra og eru tilbúnir að taka þátt í framsæknu teymi.
- Vaktavinna samkvæmt vaktaplani (dag-, kvöld- og næturvaktir) þar sem hver vakt er 8,5klst. Eingöngu er um að ræða dagvinnu fram að 1. mars 2025
- Aðstoða dýralækna við skoðunog meðhöndlun á dýrum
- Umönnun og eftirlit með innlögðum dýrum
- Samskipti við eigendur dýra
- Almenn tiltekt og þrif
- Afgreiðslustörf, símsvörun oþh.
- Menntun eða reynsla á sviði dýrahjúkrunar eða umönnunar er kostur
- Reynsla af störfum með gæludýr eða innan heilbrigðisþjónustu er kostur
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og sveigjanleiki í vinnu
- Frumkvæði og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum og undir álagi