Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi 7-13 í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.
Aðstoðarmaður innkaupastjóra notaðra bíla
Askja óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf aðstoðarmanns innkaupastjóra notaðra bíla. Um er að ræða 100% starf þar sem boðið er upp á einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi vinnuumhverfi.
Askja rekur sölu notaðra bíla á Krókhálsi 7 (Sölusvæði K7) og er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Smart og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu við viðskiptavini og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við innkaupastjóra í daglegum verkefnum
- Ferja bíla á milli starfstöðva
- Þrif og umhirða bíla
- Fara með bíla í skoðun
- Ýmis tilfallandi verkefni tengd rekstri notaðra bíla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni
- Frumkvæði í starfi
- Góð íslensku- eða enskukunnátta
- Vandvirkni, metnaður og dugnaður
- Heiðarleiki og stundvísi
- Gilt bílpróf
Af hverju Askja?
- Samvinna og sveigjanleiki
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Markviss starfsþróun
- Frábært félagslíf
- Samkeppnishæf kjör
Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiMannleg samskiptiMetnaðurStundvísiVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sölustjóri BL Sævarhöfða
BL ehf.
Afgreiðslufulltrúi á Keflavíkurflugvelli
Hertz Bílaleiga
Verkefnastjóri, sölu og markaðsmál
Arctic Exposure
Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy
Viðskiptastjóri
Torcargo
Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.
Þjónustuver
Bílanaust
Söluráðgjafi í söludeild
Arion banki
Þjónusta í apóteki - Austurver
Apótekarinn
Hluta og Helgarstarfskraftur óskast
Vila
Vátrygginga- og lífeyrisráðgjafi hjá Bayern Líf
Bayern líf
Starfsfólk í verslun í Kauptúni - helgarstarf
ILVA ehf