Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Aðstoðarmaður innkaupastjóra notaðra bíla

Askja óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf aðstoðarmanns innkaupastjóra notaðra bíla. Um er að ræða 100% starf þar sem boðið er upp á einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi vinnuumhverfi.

Askja rekur sölu notaðra bíla á Krókhálsi 7 (Sölusvæði K7) og er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Smart og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu við viðskiptavini og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við innkaupastjóra í daglegum verkefnum
  • Ferja bíla á milli starfstöðva
  • Þrif og umhirða bíla
  • Fara með bíla í skoðun
  • Ýmis tilfallandi verkefni tengd rekstri notaðra bíla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- eða enskukunnátta
  • Vandvirkni, metnaður og dugnaður
  • Heiðarleiki og stundvísi
  • Gilt bílpróf
Af hverju Askja?
  • Samvinna og sveigjanleiki
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Markviss starfsþróun
  • Frábært félagslíf
  • Samkeppnishæf kjör
Auglýsing birt31. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar