Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur

Aðstoðarmaður Iðjuþjálfa - Sóltún Heilsusetur

Sóltún Heilsusetur á Sólvangi í Hafnarfirði leitar eftir aðstoðarmanni Iðjuþjálfa í 80%-100% dagvinnu á 39 rýma endurhæfingardeild fyrir aldraða. Um er að ræða deild, þar sem fólk dvelur í 4-6 vikur í senn með það að markmiði að efla virkni í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.

Við leitum að aðstoðarmanni Iðjuþjálfa með jákvætt viðmót og faglegan metnað, sem hefur áhuga á þátttöku í faglegri framþróun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu og hreint sakavottorð.

Vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði. Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Viðkomandi kemur til með að vinna undir leiðsögn Iðjuþjálfa og deildarstjóra. Mikilvægt er að viðkomandi tileinki sér hugmyndafræði iðjuþjálfunar og skilji nauðsyn iðju í lífi sérhvers þjónustuþega.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Fylgja eftir dagskrá Iðjuþjálfa við endurhæfingu dvalargesta

·         Leiðbeina, hvetja og aðstoða dvalargesti við sína daglegu iðju

·         Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi kostur

·         Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

·         Framúrskarandi samskiptahæfileikar

Nánari upplýsingar veitir

Alma Rún Vignisdóttir, deildarstjóri Heilsuseturs; alma@soltun.is

Auglýsing birt17. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar