Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Aðstoðarmanneskja iðjuþjálfun - Hraunvangur

Hrafnista Hraunvangi óskar eftir að ráða skipulagðan og sjálfstæðan einstakling sem aðstoðarmann iðjuþjálfa. Um 70-80% stöðu er að ræða. Vinnutími er frá ca. kl. 09:00–14:30.
Viðkomandi kemur til með að starfa undir leiðsögn deildarstjóra. Starfið er fjölbreytt og fer fram á deildum og vinnustofu heimilisins. Stór hluti starfsins felst í því að leiðbeina íbúum sem hafa ánægju af myndlist en einnig er um að ræða hópastarf og annað tilfallandi. Mikilvægt er að viðkomandi tileinki sér hugmyndafræði iðjuþjálfunar og skilji nauðsyn iðju í lífi sérhvers þjónustuþega.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða í hópastarfi undir leiðsögn iðjuþjálfa
  • Leiðbeina, hvetja og aðstoða íbúa á vinnustofu við myndlist og handverk
  • Framfylgja þjálfunaráætlun íbúa
  • Aðstoða við önnur tilfallandi störf
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samskiptahæfni
  • Myndlistarmenntun eða áhugi og þekking á myndlist
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Jákvæðni og þjónustulund
  • Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur 
  • Mötuneyti
  • Fjölskylduvænt starfsumhverfi
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hraunvangur 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar