NPA Aðstoð
NPA Aðstoð
NPA Aðstoð

NPA aðstoðarkona - (50-70% starf í vaktavinnu)

Ég heiti Embla og er rúmlega þrítug kona búsett í Hafnarfirði með konunni minni, tveimur börnum og tveimur mislyndum kisum. Eins og við flest gegni ég mörgum hlutverkum í mínu lífi, til dæmis er ég mamma, félagsfræðingur, sviðslistakona, feminískur fötlunaraktívisti, vinkona og dóttir svo fátt eitt sé nefnt.

Ég þarf aðstoð við að sinna þessum hlutverkum allan sólarhringinn og leita því að NPA aðstoðarkonu til að bæta í mitt frábæra teymi. Endanlegt starfshlutfall er samningsatriði.

Starfið er unnið í vaktavinnu, bæði á virkum dögum og um helgar. Vaktirnar eru langar, ýmist 12 eða 24 klst, og því eru góð frí milli vakta. Því getur starfið hentað vel með námi eða öðrum verkefnum eða eitt og sér ef þú vilt njóta lengri fría milli vakta.

Þar sem starfið snýst um daglegt líf er erfitt að gera tæmandi lista yfir verkefnin, en aðstoðarkonur aðstoða mig til dæmi við að:

  • hella upp á gott kaffi á morgnanna,
  • skrifa á tölvuna í vinnunni,
  • gefa sísvöngum kisunum mínum að borða,
  • pakka inn afmælisgjöfum til vina,
  • aðstoða mig við að klæða börnin mín.

Eins og má sjá er starfið fjölbreytt og getur verið mismunandi dag frá degi.

Þetta starf gæti hentað þér ef þú ert:

  • Kona (cis/trans) á aldrinum 20-45 ára,
  • Sjálfstæð í vinnubrögðum, ábyrg og sveigjanleg,
  • Jákvæð í viðmóti og með góða aðlögunarhæfni,
  • Ekki með ofnæmi fyrir kisum,
  • Reyklaus og með bílpróf.

Athugið að ekki er gerð krafa um starfsreynslu af vinnu með fötluðu fólki en mikilvægt er að aðstoðarkonur hjá mér tali annað hvort íslensku eða ensku.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Auglýsing birt12. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Reyklaus
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar