Leikskólinn Goðheimar
Leikskólinn Goðheimar
Leikskólinn Goðheimar

Aðstoðarleikskólastjóri

Leikskólinn Goðheimar auglýsir tímabundið eftir aðstoðarleikskólastjóra skólaárið 2024 -2025. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2024 – 31. júlí 2025.
Um er að ræða gefandi og skemmtilegt stjórnunarstarf í góðu starfsumhverfi barna og
fullorðinna. Leitað er að leikskólakennara með leiðtogahæfileika sem er tilbúinn að taka þátt í að leiða áfram og þróa metnaðarfullt og faglegt starf leikskólans.

Aðstoðaleikskólastjóri starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagsins Árborgar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
  • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
  • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  • Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðla þekkingu til starfsmanna.
  • Skipuleggur og ber ábyrgð á að undirbúningstímar starfsmanna séu notaðir til skipulags á leikskólastarfinu.
  • Að sinna þeim verkefnum er varða stjórnun og uppeldi og menntun leikskólabarna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari.
  • Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum.
  • Reynsla og/eða menntun í stjórnun æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni, frumkvæði, áhugasemi og góður samstarfsvilji.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Áhugi og/eða reynsla af þróunarstarfi.
  • Áhugi og/eða reynsla af teymisvinnu.
Auglýsing birt28. maí 2024
Umsóknarfrestur26. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Engjaland 21, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar