Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands

Aðjúnkt í raddþjálfun við LHÍ

Laust er til umsóknar starf aðjúnkts í raddþjálfun leikaranema við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands. Starfið felur fyrst um sinn í sér starfsþjálfun, þar sem viðkomandi mun starfa samhliða prófessor í raddþjálfun og læra ákveðna grunnaðferðarfræði við uppbyggingu raddtækni og heildræna nálgun við raddbeitingu. Starfið felur einnig í sér kennslu og umsjón. Um 50% starf er að ræða til fimm ára. Ráðið er í starfið frá 5. ágúst 2025.

Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir listræna fagmennsku og er í fararbroddi við þróun almennrar menntastefnu í listum. Listaháskólinn er hreyfiafl í síbreytilegum heimi og gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfsþjálfun og kennsla

Verkefnin eru til dæmis: tæknileg uppbygging raddarinnar, hljóðmótun, framsögn, vinna með leiktexta og almenn textavinna með leikaranemum - heildræna nálgun á röddina sem skapandi afl, bæði líkamlega og tilfinningalega.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi, til dæmis á sviði talmeinafræði, íslensku eða leikaramenntunar
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Kennslureynsla á háskólastigi er kostur
  • Þekking á starfi leikara er kostur
  • Afbragðs samstarfs- og samskiptafærni
  • Skipulagshæfni og áreiðanleiki
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta
  • Hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli

Við ráðningu verður meðal annars litið til áhuga og vilja viðkomandi til að tileinka sér nýja aðferðarfræði og viða að sér þekkingu sem þarf til að sérhæfa sig í starfinu til framtíðar.

Frekari upplýsingar

Upplýsingar um starfið veita Una Þorleifsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar, [email protected], og Katrín Johnson mannauðsstjóri, [email protected].

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
LHÍ áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Auglýsing birt7. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.LeiklistPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar