Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands

Háskólakennari í kennslufræði sjónlista við LHÍ

Laust er til umsóknar starf háskólakennara í kennslufræði sjónlista við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Starfið felur meðal annars í sér kennslu og stefnumótun námsleiðar í listkennslufræðum auk umsjónar og rannsókna.

Um fullt starf er að ræða. Ráðið er í starfið frá 5. ágúst 2025.

Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir listræna fagmennsku og er í fararbroddi við þróun almennrar menntastefnu í listum. Listaháskólinn er hreyfiafl í síbreytilegum heimi og gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið er unnið í samræmi við reglur Listaháskólans um akademísk störf sem eru í gildi hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða í listgrein eða kennslufræðum
  • Bakkalárgráða í listgrein, kennslufræðum eða annarri grein sem nýtist í starfi
  • Kennsluréttindi
  • Starfsreynsla á sviði sjónlista og/eða sjónlistakennslu
  • Kennslureynsla á háskólastigi
  • Kennslureynsla í leik-, grunn- eða framhaldsskóla
  • Reynsla af rannsóknum á sviði sjónlista er kostur
  • Áreiðanleiki og afbragðs samskipta- og skipulagshæfni
  • Hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli

Við ráðningu verður meðal annars litið til þess hvaða hæfileika ætla megi að umsækjandi hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til starfa innan skólans. Doktorsgráða er kostur. Frammistaða í viðtölum mun hafa mikið vægi við ákvörðun ráðningar. Að loknu viðtalsferli verður hæfi valinna umsækjenda metið samkvæmt reglum Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa, sjá nánar á lhi.is/log-og-reglur – umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar við gerð umsóknar. 

Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur14. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FræðigreinarPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Rannsóknir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar