Forréttindi
Forréttindi

10% staða - NPA Verkstjóri

Ertu peppuð, sveigjanleg og opinhuga manneskja í atvinnuleit?

Þá er ég að leita að þér!

Ég er að leita að NPA aðstoðarverkstjóra í hlutastarf. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á rétti fatlaðs fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, hafa fulla stjórn á lífi sínu, taka eigin ákvarðanir og hafi rétt á því að búa í og taka þátt samfélaginu án aðgreiningar. Ennfremur að fatlað fólk geti tekið, óháð eðli og alvarleika skerðingar, eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl.

Ég er hreyfihömluð kona á fertugsaldri, búsett á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í námi og vinnu og jafnframt móðir unglings.

Ég þarf aðstoð við að halda utan um NPA þjónustuna og samvinnu við verkstjórn aðstoðarkvenna. Starfið felst í að búa til vaktaplan, og sjá um ýmis starfsmannamál. Líkt og að setja upp vaktaplön og bregðast við veikindum, sjá um samskipti við starfsfólk, aðstoða við ráðningar og fleira sem varðar utanumhald í tengslum við aðstoðarfólk.

Starfið er kjörið meðfram námi eða öðrum tímafrekum en sveigjanlegri verkefnum. Vinnutími er að nær öllu leyti mjög sveigjanlegur og lítillar viðveru krafist í persónu og flest verkefni hægt að vinna við tölvu eða síma.

Starfið er laust strax og starfshlutfall er u.þ.b. 15% eða að jafnaði í kringum 18klst á mánuði.

Þjálfun þarf að hefjast sem fyrst og störf hefjast að henni lokinni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoðarverkstjórn aðstoðarkvenna, búa til vaktaplan, og sjá um ýmis starfsmannamál. Sjá um vaktaskipti og bregðast við veikindum aðstoðarfólks, sjá um samskipti við aðstoðarfólk, aðstoða við ráðningar og fleira sem varðar utanumhald í tengslum við aðstoðarfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að tala mjög góða íslensku og ensku, vera sveigjanlegir, tilbúnir í góða samvinnu, opnir fyrir nýrri reynslu og hafa góða stjórn á bæði tíma og verkefnum.

Umsækjendur þurfa að vera með hreint sakavottorð.

Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími og vinna fer að mestu fram í fjarvinnu.

Auglýsing birt22. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Drekavellir 26, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VaktaskipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar