Vopnafjarðarskóli
Vopnafjarðarskóli
Vopnafjarðarskóli

Vopnafjarðarskóli auglýsir lausar kennarastöður

Vopnafjarðarskóli auglýsir lausar kennarastöður skólaárið 2025-2026

Við leitum að kennurum í eftirtaldar stöður:

· Íþróttakennara

· Umsjónarkennara á miðstig.

· List- og verkgreina kennara (hönnun og smíði og textílmennt)

Um að ræða 100% stöður.

Í skólanum eru um 75 nemendur. Skólastarf Vopnafjarðarskóla hefur það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Gildi skólans er virðing, ábyrgð og vellíðan. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og unnið er eftir uppeldisstefnu sem nefnist jákvæður agi. Mikil áhersla er á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti. Kennt er í anda Byrjendalæsis. Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks með samstarf og samvinnu að leiðarljósi.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ.

Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 15. maí n.k. og skulu umsóknir ásamt leyfisbréfi og ferilskrá berast á netfangið [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri í síma 4703251/8489768 og netfangið [email protected]

Menntunar- og hæfniskröfur

·        Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)

·        Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni

·        Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

·        Ábyrgð og stundvísi

·        Reynsla af teymiskennslu æskileg

·        Góð íslenskukunnátta

Utworzono ofertę pracy29. April 2025
Termin nadsyłania podań15. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Lónabraut 16, 690 Vopnafjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Praca zespołowa
Zawody
Oznaczenia