

Valsárskóli óskar eftir kennara til starfa frá 1. ágúst 2025
80-100% staða grunnskóla-/umsjónarkennara sem annast almenna kennslu og hefur umsjón með námshóp á yngsta stigi. Staðan er til eins árs.
Valsárskóli er fámennur skóli á Svalbarðseyri, í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Einkunnarorð skólans er umhyggja, virðing, metnaður og gleði. Nánari upplýsingar um Valsárskóla er hægt að sjá á https://skolar.svalbardsstrond.is og við hvetjum umsækjendur til að kynna sér starf skólans nánar þar. Vakin er athygli á jafnréttisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps um jafnan hlut kynja í störfum. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
● Stuðlar að velferð og árangri nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
● Vinnur samkvæmt stefnu skólans
● Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
● Önnur verkefni skv. starfslýsingu ásamt verkefnum sem skólastjóri felur starfsmanni
● Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
● Umsjónarkennari þarf að hafa haldgóð þekking á kennslufræði og leikni í fjölbreyttum kennsluháttum eins og Byrjendalæsi
● Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
● Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki, samstarfshæfni og jákvæðni til að starfa í metnaðarfullu umhverfi
● Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
● Reynsla sem nýtist í starfi
● Stundvísi og samviskusemi
● Góð íslenskukunnátta
Fæði












