Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri stoðþjónustu - Lækjarskóli

Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum deildarstjóra stoðþjónustu og sérkennara við skólann, til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi með okkur í Lækjarskóla haustið 2025.

Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Nemendur eru um 450 talsins. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota. Undanfarið skólaár höfum við unnið markvisst með fjögur meginmarkmið: Samstarf heimils og skóla, heilbrigði og vellíðan, aukinn árangur nemenda og altæka hönnun náms (UDL).

Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Á síðasta skólaári hófst innleiðing á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíkan hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stýrir daglegu starfi og kennir innan stoðþjónustu skólans ásamt því að sinna starfsmannahaldi þar eins og við á
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Tekur þátt í uppbyggingu öflugrar liðsheildar á vinnustaðnum ásamt stjórnunarteymi
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun og hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og /eða uppeldis- eða kennslufræði er kostur
  • Kennslureynsla af sérkennslu skilyrði
  • Reynsla af- og/eða þekking á SMT-skólafærni æskileg
  • Leiðtogafærni og vilji til að byggja upp sterka liðsheild
  • Frumkvæði, jákvæðni og brennandi áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæði í vinnubrögðum og samviskusemi

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Arna Björný Arnardóttir, skólastjóri í síma 664-5865 eða með tölvupósti [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2025.

Greinagóð ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Utworzono ofertę pracy28. April 2025
Termin nadsyłania podań12. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia