

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara og móttaka í Sjúkraþjálfun á Landspítala við Hringbraut
Vilt þú verða hluti af góðri liðsheild í Sjúkraþjálfun á Landspítala við Hringbraut? Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felur í sér bæði aðstoðar sjúkraþjálfara í þjálfun sjúklinga og ýmis ritarastörf tengd daglegum rekstri í móttöku. Starfið er unnið í nánu samstarfi við annan aðstoðarmann og sjúkraþjálfara á deildinni. Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í dagvinnu.
Í Sjúkraþjálfun við Hringbraut starfar samstilltur hópur þar sem góður starfsandi og vinnugleði eru í fyrirrúmi. Á deildinni starfa um 20 einstaklingar sem sinna fjölbreyttri endurhæfingu meðal annars fyrir einstaklinga með hjartasjúkdóma, krabbamein, eftir skurðaðgerðir og aðra sem þarfnast almennrar endurhæfingar eftir veikindi.
Við leggjum áherslu á gott og styðjandi starfsumhverfi þar sem nýtt starfsfólk fær góða aðlögun og stuðning frá samstarfsfólki. Vellíðan starfsfólks er í forgrunni og lögð er áhersla á jákvætt starfsumhverfi.
Boðið er upp á 36 stunda vinnuviku í 100% starfi með það að markmiði að stuðla að betri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs, með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika sem nýtist bæði starfsfólki og vinnustaðnum. Einnig eru í boði samgöngusamning og önnur starfstengd fríðindi.

























































