

Næringarfræðingur á Næringarstofu
Næringarstofa Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf næringarfræðings.
Um er að ræða fullt starf sem unnið er í dagvinnu, 80-100%. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu (100%) er nú 36 stundir vegna styttingu vinnuvikunnar. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. Starfið er laust frá 1. ágúst 2025 eða samkvæmt samkomulagi.
Á Næringarstofu starfar öflugur hópur næringarfræðinga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á flestum deildum spítalans. Veitt er sérhæfð næringarmeðferð samkvæmt verkferli NCP fyrir sjúklinga á bráða, legu- og göngudeildum Landspítala. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á Næringarstofu í samstarfi við háskóla og stofnanir innanlands og erlendis auk þess sem boðið er upp á starfsþjálfun í klínískri næringarfræði.
Við leitum eftir metnaðarfullum liðsmanni, með góða skipulags- og samskiptahæfni, sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.






















































