

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á meltingar- og nýrnadeild
Við óskum eftir sjúkraliðum eða sjúkraliðanemum til starfa á meltingar- og nýrnadeild 12E við Hringbraut. Um er að ræða starf í vaktavinnu og er ráðið í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Deildin er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum auk annarra sjúkdóma á sviði bráðra lyflækninga. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun. Á deildinni starfa um 60 manns í þverfaglegu teymi. Mjög góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga okkar. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Guðrúnu Yrsu deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.





















































