

Íþróttafræðingur á Landakoti - tímabundin staða
Langar þig til að öðlast reynslu innan endurhæfingar og vera hluti af hópi sem starfar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi?
Laust er til umsóknar starf íþróttafræðings í tímabundið starf í sjúkraþjálfun á Landakoti. Á Landakoti fer fram sérhæfð og þverfagleg endurhæfing fjölbreytts hóps sjúklinga. Lögð er áhersla á greiningarvinnu, fagþróun, kennslu og þverfaglegt samstarf. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og boðið verður upp á markvissa innleiðingu í starfið hjá reyndum íþróttafræðingi og sjúkraþjálfurum.
Í Sjúkraþjálfun á Landspítala er lögð rík áhersla á fagþróun og símenntun, þátttöku í rannsóknum og öflugt þverfaglegt samstarf. Vellíðan starfsfólks er í forgrunni og hlúð er að jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Boðið er upp á 36 stunda vinnuviku í 100% starfi með það að markmiði að stuðla að betri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs, með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika sem nýtist bæði starfsfólki og vinnustaðnum. Einnig eru í boði samgöngusamningur og önnur starfstengd fríðindi..
Unnið er í dagvinnu og er starfið laust 1. ágúst 2025. Um er að ræða tímabundna ráðningu vegna fæðingarorlofs til eins árs.













































