Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Villtu leiða teymi sem sér um hópastarf barna?

Við leitum eftir metnaðarfullum einstakling til að leiða teymi sem sér um hópastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 9-13 ára sem eru félagslega einangruð, koma úr félagslega erfiðum aðstæðum eða standa höllum fæti. Starfið er kjörið fyrir þá sem hafa áhuga á velferð og þroska barna og ungmenna.

Hópastarfið fer fram bæði utan dyra og inni í húsnæði á vegum borgarinnar. Tilgangurinn er að veita börnum stuðning og brjóta félagslega einangrun með því að gera þeim kleift að njóta menningar og félagslífs. Markmið hópastarfsins er að bæta félagslega stöðu og auka virkni barnanna í samfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfa eftir þjónustusamningi sem er gerður í samráði við málstjóra.
  • Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
  • Leiðbeina börnum að taka þátt í og nýta tómstundaúrræði.
  • Aðstoða og leiðbeina einstaklingum í félagslegum aðstæðum.
  • Vinnutími eru virkir dagar kl. 16-20
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Að vera 20 ára eða eldri.
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sjálfstæði, metnaður og skipulagshæfni.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
Advertisement published26. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)
Suitable for
Professions
Job Tags