Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa

Velferðarsvið óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 90% stöðu í íbúðakjarna.

Um er að ræða íbúðakjarna sem í eru 6 einstaklingsíbúðir fyrir fólk með fötlun, 40 ára og eldri í Grafarholti, nánar tiltekið Þórðarsveigi 1.

Þjónustan er í stöðugri þróun og mun þroskaþjálfi taka virkan þátt í uppbyggingunni.

Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn með það að markmiði að efla sjálfstætt líf einstaklinga.

Um er að ræða vaktavinnu(dag- kvöld- og helgarvaktir).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við íbúa, forstöðumann og deildarstjóra.
  • Veita samstarfsstarfsmönnum leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu.
  • Sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu og aðstoða íbúa við allar daglegar athafnir.
  • Þátttaka í gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana.
  • Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
  • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
  • Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda.
  • Þekking og reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum og/eða öldruðum.
  • Góð þekking á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum kostur.
  • Reynsla af stjórnun kostur.
  • Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð tölvukunnátta og íslenskukunnátta B1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi

Ýmis hlunnindi fylgja því að starfa hjá Reykjavíkurborg en þau má sjá hér.

Advertisement published1. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Developmental counselor
Work environment
Professions
Job Tags