Leikskólinn Ösp
Leikskólinn Ösp

Sérkennsluteymi - leikskólinn Ösp

Við þurfum að bæta við sérkennsluteymið okkar í leikskólanum Ösp. Markmið og áherslur teymisins er að stuðla að jöfnum tækifærum barna til að láta drauma sína rætast.

Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa í leikskólann Ösp, sem er staðsettur í hjarta Fellahverfisins. Sérkennsluteymið leggur áherslu á samvinnu, markmiðasetningu og nýtir fjölbreyttar leiðir sem styðja við almennan þroska barna.

Lögð er áhersla á auðugt málumhverfi, vellíðan og starfsaðferðir sem mæta þörfum fjölbreytileika barnahópsins, sem er með ríkan tungumála- og menningarbakgrunn.

Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi, þar sem enginn dagur er eins og við sköpum ný ævintýri á hverjum degi. Spennandi þróunarverkefni er í gangi um mál og læsi, með leikskólanum Holti og Fellaskóla.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita börnum leiðsögn og stuðning í samstarfi við aðra starfsmenn. Mikil áhersla á teymisvinnu.
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
  • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði, lágmark á stigi C1 skv. evr. tungumálarammanum
  • Reynsla af starfi í leikskóla.
  • Reynsla af sérkennslu æskileg.
  • Stundvísi og faglegur metnaður.
  • Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
Advertisement published29. July 2025
Application deadline10. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Iðufell 16, 111 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Patience
Work environment
Professions
Job Tags