
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Framtíðarstarf - 60% starf stuðningsfulltrúa í vaktavinnu
Velferðarsvið óskar eftir að ráða starfsmann í íbúðakjarna sem í eru 6 einstaklingsíbúðir fyrir fólk með fötlun, 40 ára og eldri í Grafarholti.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára.
Um er að ræða vaktavinnu í ca. 60% starfshlutfalli.
Verið er að leita eftir starfsmanni til að vinna í vaktavinnu, dagvaktir, kvöldvaktir og önnur hver helgi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
- Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
- Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
- Unnið er eftir þjónandi leiðsögn og hugmyndafræði um sjálfstætt líf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg en ekki skilyrði.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Umhyggja og þolinmæði.
- Bílpróf kostur
- Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
- Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis
Fríðindi í starfi
Ýmis hlunnindi fylgja því að starfa hjá Reykjavíkurborg en þau má sjá hér.
Advertisement published1. August 2025
Application deadline19. August 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Clean criminal recordPositivityHuman relationsIndependencePunctualWorking under pressure
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (5)

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðingsfulltrúi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á barna- og unglingageðdeild
Landspítali

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á morgunvaktir
NPA miðstöðin

Störf við umönnun á B-4 Fossvogi
Landspítali

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Velferðarsvið - Starfsfólk í dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær

Tómstundaleiðbeinendur í Mosann – Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðarfólk í hlutastarf.
MG Þjónustan

Óska eftir NPA aðstoðarmanneskju í 100% stöðu
NPA miðstöðin

Starfsfólk í umönnunarstörf í haust
Sóltún hjúkrunarheimili

Starfsmenn óskast í stoðþjónustu við fötluð börn
Akraneskaupstaður

Forstöðumaður búsetuþjónustu og skammtímavistunar
Fjarðabyggð