Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Tómstundaleiðbeinendur í Mosann – Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða tómstundaleiðbeinendur í Mosann sem er tómstundamiðstöð skólans. Í tómstundamiðstöðinni er félagsmiðstöð fyrir 10-16 ára börn.

Um er að ræða c.a 25% starfshlutfall þar sem unnið er frá kl.16:55 til 22:05 virka daga. Starfið hentar vel fyrir skólafólk, eða fyrir þá sem eru að leita sér að aukavinnu, vinnutíminn er utan hefðbundins vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Tekur þátt í að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá
  • Mikil samskipti og samvinna við börn og unglinga
  • Skapa jákvætt andrúmsloft sem byggir á virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum
  • Stuðningur við frumkvæði barna og unglinga, tryggir öryggi þeirra og vellíðan
  • Vinnur að upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu tómstundaleiðbeinanda

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum
  • Íslenskukunnátta
  • Stundvísi og skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi félagsmiðstöðva
  • Almenn tölvukunnátta

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnbjörg Mist Ásgeirsdóttir deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar, [email protected] eða Lars Jóhann Imsland Hilmarsson skólastjóri, [email protected] og í síma 590 2800.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2025.

Greinargóð ferilskrá skal fylgja umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published31. July 2025
Application deadline13. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags