Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri í búsetukjarna á Drekavöllum

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan deildarstjóra í sértækt búsetuúrræði sem þjónustar fólk sem búsett er í kjarna og utan kjarnans. Um er að ræða starf sem unnið er í dagvinnu. Óskað er eftir drífandi einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika og áhuga á málefnum fatlaðs fólks. Einhver sem vill hafa gaman í vinnunni og er öðrum starfsmönnum fyrirmynd. Unnið er eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf og hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar með áherslu á réttindi fatlaðs fólks.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ber ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu, áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu
  • Veitir starfsmönnum fræðslu og handleiðslu
  • Framfylgir hlutverki og markmiðum starfsstöðvar
  • Hefur yfirumsjón yfir faglegu starfi og tekur þátt í að þróa og yfirfara verkferla
  • Veitir fötluðu fólki stuðning og ráðgjöf við athafnir daglegs lífs
  • Tekur virkan þátt í þróunarvinnu
  • Umsjón með bókhaldi
  • Er staðgengill forstöðumanns í hans fjarveru
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða BA/BS gráða á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
  • Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg
  • Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, lipurð og jákvætt viðhorf
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Faglegur metnaður í starfi og áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Starfið krefst góðs líkamlegs atgervis
  • Góð tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Helga Óskarsdóttir forstöðukona netfang: [email protected] (eftir 29. júlí)

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2025

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published16. July 2025
Application deadline4. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags