

Deildastjóri í félagsmiðstöðina Klettinn
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða inn metnaðarfullan deildarstjóra í Klettinn í 100% starf.
Kletturinn er sértæk félagsmiðstöð fyrir fötluð börn með lögheimili í Hafnarfirði. Kletturinn skiptist í þrjár deildir, frístundastarf fyrir 10-12 ára, félagsmiðstöð fyrir 13-16 ára og ungmennastarf fyrir 16-20 ára. Í Klettinum er lögð áhersla á fjölbreytt og metnaðarfullt frístundastarf þar sem hver þátttakandi fær að njóta sín á sínum forsendum. Kletturinn er opinn alla virka daga frá kl 13-16:30 auk þess sem boðið er upp á kvöldopnanir fyrir elstu hópana. Þátttakendum býðst einnig að nýta sér lengda viðveru í skólafríum. Sumarstarf Klettsins er fjölbreytt þar sem boðið er upp á sumarnámskeið fyrir 10-16 ára, starfræktur er vinnuskólahópur fyrir unglinga og atvinnuúrræði fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára með skerta starfsgetu.
Auglýst er eftir deildastjóra fyrir miðstigsstarf Klettins, 10-12 ára starfið. Unnið er að því að flytja þann hluta Klettsins í húsnæði Víðistaðaskóla. Með þeim flutningum er markmiðið að bjóða upp á fjölbreyttara frístundastarf í nærumhverfi skólans auk þess að skapa betri tengingar fyrir þátttakendur í Klettinum inn í almennt félagsmiðstöðvastarf bæjarins. Nýr deildastjóri yrði leiðandi í því verkefni í samstarfi við forstöðumann og aðra í stjórnendateymi Klettsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt forstöðumanni
- Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
- Heldur utan um skráningu í lengda viðveru og skipuleggur innra starf
- Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, unglinga, foreldra og samstarfsaðila sé virkt
- Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, aðrar stofnanir, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- BA í þroskaþjálfunarfræðum, tómstunda- og félagsmálafræði, eða önnur sambærileg bakkalár háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. sálfræði eða iðjuþjálfi
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Reynsla af frístundastarfi með fötluðum börnum og/eða unglingum æskileg
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
- Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2025.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Björk Kvaran forstöðumaður, [email protected] og í síma 6645570.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.




























