

Öflugur forstöðumaður óskast í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að framsýnum og metnaðarfullum forstöðumanni yfir íbúðakjarna fyrir geðfatlaða á Flókagötu. Í starfinu gefst einstakt tækifæri fyrir stjórnanda að leiða stefnumótun og faglegt starf í þágu íbúa. Veitt er sólarhringsþjónusta á staðnum.
Hlutverk íbúðakjarnans er að veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimilis með því að mæta þörfum þeirra með áherslu á sjálfstætt líf, valdeflandi stuðning og aðstoð. Forstöðumaður kemur til með að bera ábyrgð á að halda utan um sérfræðiþjónustu, að skipuleggja starfsemina með þeim hætti að hún nái stefnumarkmiðum Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks og leiða faglegt starf sem unnið verður í samráði við hvern og einn einstakling.
- Dagleg stjórn og skipulag á starfsemi
- Stjórnun mannauðs
- Þátttaka í stefnumótun, þróun og nýbreytni í þjónustu
- Samstarf við notendur, aðstandendur og hagsmunasamtök fatlaðs fólks
- Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs og Reykjavíkurborgar
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun æskileg.
- Þekking og reynsla af starfi með geðfötluðu fólki með ólíkar þjónustuþarfir
- Þekking og reynsla af sambærilegum störfum
- Þekking og áhugi á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun.
- Leiðtogafærni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Hlunnindi
Styttri vinnuvika
Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
Sund- og menningarkort



















