Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur forstöðumaður óskast í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að framsýnum og metnaðarfullum forstöðumanni yfir íbúðakjarna fyrir geðfatlaða á Flókagötu. Í starfinu gefst einstakt tækifæri fyrir stjórnanda að leiða stefnumótun og faglegt starf í þágu íbúa. Veitt er sólarhringsþjónusta á staðnum.

Hlutverk íbúðakjarnans er að veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimilis með því að mæta þörfum þeirra með áherslu á sjálfstætt líf, valdeflandi stuðning og aðstoð. Forstöðumaður kemur til með að bera ábyrgð á að halda utan um sérfræðiþjónustu, að skipuleggja starfsemina með þeim hætti að hún nái stefnumarkmiðum Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks og leiða faglegt starf sem unnið verður í samráði við hvern og einn einstakling.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórn og skipulag á starfsemi
  • Stjórnun mannauðs
  • Þátttaka í stefnumótun, þróun og nýbreytni í þjónustu 
  • Samstarf við notendur, aðstandendur og hagsmunasamtök fatlaðs fólks 
  • Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs og Reykjavíkurborgar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun æskileg.
  • Þekking og reynsla af starfi með geðfötluðu fólki með ólíkar þjónustuþarfir
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum
  • Þekking og áhugi á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. 
  • Leiðtogafærni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi

Hlunnindi

Styttri vinnuvika

Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir

Sund- og menningarkort

Advertisement published22. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Flókagata 29, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Work environment
Professions
Job Tags