Sólheimar ses.
Sólheimar ses.
Sólheimar ses.

Þroskaþjálfar óskast til starfa í félagsþjónustu Sólheima

Sólheimar í Grímsnesi auglýsir tvær stöður þroskaþjálfa í félagsþjónustu Sólheima.

Um er að ræða tvö störf í dagvinnu í þjónustu við íbúa með fötlun sem búa í sjálfstæðri búsetu eða í íbúðakjarna. Starfshlutfall, 60-100%, eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bera ábyrgð á gerð þjónustuáætlana og eftirfylgni þeirra.
  • Leiðbeina og aðstoða þjónustuþega við athafnir daglegs lífs.
  • Taka þátt í fræðslu og aðstoða tengiliði þjónustuþega og stuðningsfulltrúa við að vinna samkvæmt þjónustuáætlunum.
  • Taka þátt í skipulagningu á innra starfi með næsta yfirmanni og taka þátt í að fræða nýtt starfsfólk, leiðbeina því og vera öðrum starfsmönnum fagleg fyrirmynd.
  • Annast samskipti við fjölskyldur, hæfingaraðila og opinbera fagaðila í samráði við forstöðumann félagsþjónustu.
  • Taka virkan þátt í teymisvinnu félagsþjónustunnar.
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í þroskaþjálfafræðum og gilt starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
  • Haldgóð þekking á lögum og reglum sem gilda um starfið og starfsemina.
  • Vinna af heilindum fyrir Sólheima og sýna vinnustaðnum, starfsmönnum hans og þjónustunotendum virðingu, hollustu og trúnað.
  • Hafa ríka þjónustulund, jákvætt viðmót og góða færni í mannlegum samskiptum.
  • Sýna málefnalegt frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði í starfi.
  • Skipulagshæfni.
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Hreint sakarvottorð áskilið.
  • Stundvísi og snyrtimennska.
Fríðindi í starfi

Aðgangur að líkamsrækt og sundlaug.

Advertisement published19. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Working under pressurePathCreated with Sketch.Customer servicePathCreated with Sketch.Developmental counselor
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags