
Sólheimar ses.
Sólheimar ses. er sjálfseignarstofnun sem starfað hefur að mannrækt og umhverfis- og menningarmálum í 95 ár. Í byggðarhverfinu Sólheimum búa og starfa um 100 manns. Rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi á staðnum, s.s. garðyrkjustöð, skógrækt, verslun, kaffihús, kaffibrennsla, jurtastofa, gistiheimili og nytjamarkaður. Þá eru reknar fimm mismunandi vinnustofur innan félagsþjónustunnar, listasmiðja, leirgerð, vefstofa, smíðastofa og kertagerð. Á Sólheimum eru einnig, höggmyndagarður, sýningarsalir, listhús, kirkja, fræðasetrið Sesseljuhús og íþróttaleikhús.

Þroskaþjálfar óskast til starfa í félagsþjónustu Sólheima
Sólheimar í Grímsnesi auglýsir tvær stöður þroskaþjálfa í félagsþjónustu Sólheima.
Um er að ræða tvö störf í dagvinnu í þjónustu við íbúa með fötlun sem búa í sjálfstæðri búsetu eða í íbúðakjarna. Starfshlutfall, 60-100%, eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bera ábyrgð á gerð þjónustuáætlana og eftirfylgni þeirra.
- Leiðbeina og aðstoða þjónustuþega við athafnir daglegs lífs.
- Taka þátt í fræðslu og aðstoða tengiliði þjónustuþega og stuðningsfulltrúa við að vinna samkvæmt þjónustuáætlunum.
- Taka þátt í skipulagningu á innra starfi með næsta yfirmanni og taka þátt í að fræða nýtt starfsfólk, leiðbeina því og vera öðrum starfsmönnum fagleg fyrirmynd.
- Annast samskipti við fjölskyldur, hæfingaraðila og opinbera fagaðila í samráði við forstöðumann félagsþjónustu.
- Taka virkan þátt í teymisvinnu félagsþjónustunnar.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í þroskaþjálfafræðum og gilt starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
- Haldgóð þekking á lögum og reglum sem gilda um starfið og starfsemina.
- Vinna af heilindum fyrir Sólheima og sýna vinnustaðnum, starfsmönnum hans og þjónustunotendum virðingu, hollustu og trúnað.
- Hafa ríka þjónustulund, jákvætt viðmót og góða færni í mannlegum samskiptum.
- Sýna málefnalegt frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði í starfi.
- Skipulagshæfni.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Almenn tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Hreint sakarvottorð áskilið.
- Stundvísi og snyrtimennska.
Fríðindi í starfi
Aðgangur að líkamsrækt og sundlaug.
Advertisement published19. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills

Required
Location
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordConscientiousIndependencePlanningPunctualWorking under pressureCustomer serviceDevelopmental counselor
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Forstöðumaður í búsetukjarna fatlaðs fólks í Smárahvammi
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Hjúkrunarfræðingur á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Landspítali

Þroskaþjálfi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær

Starf í deildaþjónustu
Landspítali

Sérhæfður starfsmaður í glasaþvotti á sýkla- og veirufræðideild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í ígræðsluteymi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í meltingarteymi
Landspítali

Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
FOB ehf.

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Iðjuþjálfi eða annar fagaðili í ráðgjafarteymi fullorðinna
Velferðarsvið Kópavogsbæjar