
Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
Ég er 24 ára jákvæður og lífsglaður strákur sem leitar að ábyrgðarfullum og traustum einstaklingi til að bætast í minn frábæra NPA aðstoðarvinahóp og jafnframt vera aðstoðar verkstjórnandi hjá mér.
Um er að ræða 50-70% starf á morgun-og/eða dagvöktum. Einnig stendur til boða viðbótarvaktir um kvöld eða helgar og/eða tilfallandi aðstoð á ferðalögum innan lands-og utan, allt skv. nánara samkomulagi.
Ég er í hjólastól og þarfnast aðstoðar við verkefni daglegs lífs - allt frá heimilisverkum og persónulegri umönnun yfir í skemmtilegar og fjölbreyttar athafnir utan heimilis.
Um mig:
Ég er félagslyndur og lífsglaður og hef fjölbreytt áhugamál. Ég nýt þess að fara á tónleika, í leikhús og bíó, út að borða, ferðast innanlands og erlendis - og slaka á heima í góðum félagsskap.
Ég leita að aðstoðarmanni sem:
- Er skipulagður, sjálfstæður og hlýr í samskiptum
- Helst 35 ára eða eldri
- Er með bílpróf
- Talar íslensku
- Er með hreint sakavottorð
- Hefur skilning á og virðingu fyrir hugmyndafræði notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) sem byggir á sjálfstæðu lífi - sjá nánar á npa.is












