

Metnaðarfullur og drífandi teymisstjóri óskast
Íbúðarkjarninn á Hringbraut 79 leitar að framsýnum og metnaðarfullum teymisstjóra. Í íbúðarkjarnanum búa konur með tvíþættan vanda. Um er að ræða ótímabundið, 100% starf þar sem unnið er á blönduðum vöktum, dag-, kvöld- og helgarvaktir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í september eða fljótlega. Teymisstjórar eru hluti af stjórnendateymi starfsstaðar og leiða starfssemina ásamt forstöðukonu, ásamt því að vera tengiliðir í þverfaglegu samstarfi.
Hlutverk íbúðakjarnans er að mæta stuðningsþörfum íbúa á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt. Með einstaklingsmiðaðri ráðgjöf og sértækum stuðningi er stutt við íbúa til að geta haldið heimili og efla færni þeirra til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Unnið er eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf og valdeflingu, ásamt skaðaminnkandi nálgun.
Hefur yfirsýn yfir stuðningsþarfir íbúa og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeim
Veitir leiðsögn og tekur virkan þátt í þróun- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf
Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu og vinnur með íbúum á grundvelli einstaklingsáætlana
Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsfólk og forstöðukonu
Stýrir daglegum störfum starfsfólks í samráði við forstöðukonu
Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkniStuðlar að jákvæðum samskiptum við íbúa og samstarfsfólk
Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda
Reynsla af starfi með fólki geðraskanir og vímuefnavanda er kostur
Þekking og reynsla af sambærilegu starfi
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Íslenskukunnátta C-1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar
Styttri vinnuvika
Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
Sund- og menningarkort



















