
Ráðgjafi á Vestfjörðum
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa í ráðgjafateymi á Fjölmenningar- og Þjónustusviði stofnunarinnar á Ísafirði. Ráðgjafi þjónustar bæði atvinnuleitendur, atvinnurekendur og einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Starfið felur í sér að veita ráðgjöf og upplýsingar til innflytjenda, flóttafólks og annarra einstaklinga, ásamt samskiptum við stofnanir og sveitarfélög.
Markmið starfsins er að styðja fólk til virkni á vinnumarkaði og stuðla að virkri þátttöku allra í samfélaginu. Mikil áhersla er lögð á persónulega ráðgjöf, lausnamiðaða nálgun og þverfaglega samvinnu.
Í starfinu felst margvísleg ráðgjöf, upplýsingagjöf og samskipti við ólíka aðila og hópa. Mikilvægt er að viðkomandi geti beitt fjölbreyttum aðferðum í ráðgjöf og átt gott með að mynda traust tengsl í þágu atvinnuleitenda, atvinnulífs og samfélagsins í heild.
Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta, virðing og áreiðanleiki.
-
Almenn ráðgjöf og vinnumiðlun
-
Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu
-
Ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda og flóttafólks
-
Skráningar, upplýsingamiðlun og samskipti við fræðsluaðila
-
Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum
-
Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila
-
Afgreiðslu og símavaktir
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
-
Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál sem nýtast í starfi eru kostur
-
Góð þekking á íslensku samfélagi
-
Góð þekking á málefnum innflytjenda
-
Lipurð og færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
-
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
-
Reynsla af starfi með innflytjendum/flóttafólki er kostur












