
Seljaskóli
Seljaskóli við Kleifarsel er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk í efri hluta Seljahverfis. Þar sækja rúmlega 670 nemendur skóla og við hann starfa um 100 starfsmenn. Starfið byggir á grunngildum skólans, samvinnu- ábyrgð- trausti – og tillitssemi og er skólastarf sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsmanna (SÁTT). Sérstök áhersla er lögð á félagsfærni og sjálfseflingu í anda Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast.
Allt starf Seljaskóla byggir á teymisvinnu og vinnur kennarateymi saman að kennslu árgangs, þróun skólastarfs og samvinnu við foreldra.

Náms- og starfsráðgjafi í Seljaskóla.
Laus er til umsóknar 80-100% tímabundin staða náms- og starfsráðgjafa í Seljaskóla. Seljaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og eru nemendur um 650 talsins. Starfsmenn skólans eru um 100 sem sinna mismunandi stöfum í þágu nemenda. Starfið byggir á grunngildum skólans, samvinnu- ábyrgð- trausti – og tillitssemi og er skólastarf sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsmanna (SÁTT). Sérstök áhersla er lögð á félagsfærni og sjálfseflingu í anda Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast.
Allt starf Seljaskóla byggir á teymisvinnu þannig að mikil samvinna ríkir um alla þætti skólastarfsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að veita ráðgjöf um vinnubrögð.
- Að veita persónulega ráðgjöf og stuðning.
- Að veita ráðgjöf, hagsmunagæslu og upplýsingamiðlun sérhæfðra réttindamála.
- Að veita ráðgjöf við náms og starfsval.
- Að meta og greina náms- og starfsfærni.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur og fellur undir starfsvið námsráða.
- Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun.
- Að taka þátt í teymisvinnu og vera í góðu samstarfi við aðra starfsmenn.
- Að sinna skráningu og miðlum gagna samkvæmt stefnu skólans.
- Að veita kennurum og stjórnendum upplýsingar og ráðgjöf.
- Að veita foreldrum upplýsingar um skólann, skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda.
- Að taka þátt á mati á skólastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi.
Fríðindi í starfi
- Menningarkort-bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur
Advertisement published8. August 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills

Required
Location
Kleifarsel 28, 109 Reykjavík
Type of work
Skills
Job/school counselor
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (1)