

Teymisstjóri í endurhæfingarteymi
Heimaþjónusta Vesturmiðstöðvar leitar að öflugum teymisstjóra í þverfaglegt teymi sem veitir endurhæfingu í heimahúsi.
Reykjavíkurborg veitir samþætta heimaþjónustu sem samanstendur af félagslegri heimaþjónustu og heimahjúkrun og nú einnig endurhæfingu í heimahúsi. Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Þjónustan er tímabundin og ætluð þeim sem eru að kljást við færniskerðingu og þurfa heimaþjónustu.
Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara/íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliðum. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og virkja samfélagsþátttöku. Hugmyndafræðin kemur frá Norðurlöndunum og er stuðst við Fredericia hugmyndafræðina frá Danmörku.
- Dagleg stjórnun, skipulagning og umsjón með endurhæfingarteymi. Ábyrgð á að þjónustan sé samkvæmt hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi.
- Yfirsýn yfir þarfir notenda í hverfinu.
- Þjálfun, ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgni.
- Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.
- Íslenskt starfsleyfi í iðjuþjálfun.
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi æskileg.
- Reynsla og þekking af störfum við endurhæfingu.
- Reynsla af stjórnun æskileg.
- Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
- Góð samskiptafærni, tölvufærni og skipulagsfærni.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
- Íslenskukunnátta B-2 eða hærra ( í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.






























