Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlaða.

Sambýlið Stigahlíð 54 óskar eftir stuðningsfulltrúum í sumarafleysingar, um er að ræða sólarhringsþjónustu. Í boði er 70-100% starf á blönduðum vöktum.

Stuðningsfulltrúi vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, gildandi lögum og reglugerðum í málefnum fatlaðs fólks og félagsþjónustu sem og önnur viðeigandi lög. Vegna sérstakra aðstæðna er eingöngu óskað eftir kvenkyns umsækjendum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styður einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald, vinnu og samfélagsþátttöku.
  • Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga og aðstoðar þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
  • Styður einstaklinga við að nýta sér almenna þjónustu.
  • Framfylgir einstaklingaáætlunum í samráði við einstaklinga og ábyrgðaraðila.
  • Skráning og meðferð gagna í samræmi við verklag starfsstaðar.
  • Tekur þátt í samstarfi við fagaðila, aðra starfsmenn og aðstandendur.
  • Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, stundvísi, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði B2 - C2 https://europass.europa.eu/system/files/2020-05/CEFR%20self-assessment%20grid%20IS.pdf
Advertisement published22. April 2025
Application deadline6. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags