
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlaða.
Sambýlið Stigahlíð 54 óskar eftir stuðningsfulltrúum í sumarafleysingar, um er að ræða sólarhringsþjónustu. Í boði er 70-100% starf á blönduðum vöktum.
Stuðningsfulltrúi vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, gildandi lögum og reglugerðum í málefnum fatlaðs fólks og félagsþjónustu sem og önnur viðeigandi lög. Vegna sérstakra aðstæðna er eingöngu óskað eftir kvenkyns umsækjendum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Styður einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald, vinnu og samfélagsþátttöku.
- Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga og aðstoðar þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
- Styður einstaklinga við að nýta sér almenna þjónustu.
- Framfylgir einstaklingaáætlunum í samráði við einstaklinga og ábyrgðaraðila.
- Skráning og meðferð gagna í samræmi við verklag starfsstaðar.
- Tekur þátt í samstarfi við fagaðila, aðra starfsmenn og aðstandendur.
- Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, stundvísi, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði B2 - C2 https://europass.europa.eu/system/files/2020-05/CEFR%20self-assessment%20grid%20IS.pdf
Advertisement published22. April 2025
Application deadline6. May 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (13)

Stuðningsfulltrúi í sumarafleysingu á íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfskraftur óskast í VoR teymi Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaða í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Heimastuðningur Norðurmiðstöð sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi til sumarstarfa í Íbúðarkjana í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi á Íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsráðgjafi í alþjóðamálum á Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast í sumarstarf með börnum og ungmennu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstarf fyrir stuðningsfulltrúa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Skjóli
Skjól hjúkrunarheimili

Almenn umsókn um sumarstarf
Sumarstörf - Kópavogsbær

Stuðningsfulltrúi í sumarafleysingu á íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaða í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa sumarstarf - Hraunvangur
Hrafnista

Heimastuðningur Norðurmiðstöð sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Sumarstörf: Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Akureyri

Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á vaktir
NPA miðstöðin

Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
NPA miðstöðin

Stuðningsfulltrúi til sumarstarfa í Íbúðarkjana í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið