
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Teymisstjóri á íbúðakjarna Barðastöðum
Við auglýsum eftir framsýnum og metnaðarfullum teymisstjóra til starfa í íbúðakjarna fyrir einhverfa.
Um er að ræða 100 % stöðu, dag, kvöld og helgarvaktir, þar sem unnið er eitt kvöld í viku og eina helgi í mánuði.
Þjónustan miðar að því að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa. Í boði er spennandi starf, þar sem veitt er einstaklingsbundin þjónusta í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Á Barðastöðum er einstaklega góður starfsandi, þar vinnur samheldinn og jákvæður hópur starfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber faglega ábyrgð og hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa í sínu teymi.
- Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
- Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
- Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
- Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
- Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
- Reynsla af stjórnun æskileg.
- Afburðahæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Íslenskukunnátta B2 eða hærra (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
- Ökuréttindi B.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published5. May 2025
Application deadline25. May 2025
Language skills

Required
Location
Barðastaðir 35, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (11)

Virkniþjálfi í félagsstarfi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi á skammtímadvöl fyrir fötluð börn/ungmenni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt sumarstarf í skammtímadvöl fyrir fötluð börn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf á heimili fyrir fatlaða í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlaða.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Óska eftir eðalkonu á morgun/kvöld vaktir
NPA miðstöðin

Persónulegur aðstoðarmaður - Sumarstarf
NPA aðstoðarmaður

Skemmtilegt starf í Keflavík!
NPA miðstöðin

Óska eftir aðstoðarkonu
NPA miðstöðin

Fjöliðjan á Akranesi auglýsir eftir leiðbeinenda
Fjöliðjan

Aðstoðarfólk óskast í Garðabæ
NPA miðstöðin

Stuðningsþjónusta á Egilsstöðum - sumarstarf
Fjölskyldusvið

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningur á heimili
Akraneskaupstaður